1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. september 2023 kl. 09:31


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:31
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:36
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:31
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:31
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:31
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:31
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:36
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:31

Sigmar Guðmundsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sinfóníuhljómsveit Íslands - stjórnsýsluúttekt september 2023 Kl. 09:31
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Jakob Guðmund Rúnarsson og Sigríði Kristjánsdóttur frá Ríkisendurskoðun.

2) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 10:25
Nefndin kannaði tilkynningu landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Elvu Daggar Sigurðardóttur, sem hlaut kosningu sem 3. varaþingmaður á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum 25. september 2021. Tilkynningin var gefin út í samræmi við 113. gr. kosningalaga, nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynninguna og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Elvu Daggar Sigurðardóttur.

3) Starfið framundan Kl. 10:17
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

4) Önnur mál Kl. 10:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:27